Árið 2004, mánudaginn 29. nóv. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Baldur, Jóna Björg, Kristjana og Bjarni varamaður ásamt sveitarstjóra. Jón Sigmar mætti kl 17:50.
Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Minnst m.a. á skipulag og innlausn á verkamannabústaðaíbúð í Smáragrund.
2. Útsvarsprósenta 2005 ákveðin 13,03 %.
3. Hafnarsamþykkt:
Lögð fram drög að samþykkt fyrir Borgarfjarðarhöfn, sem verða til athugunar áfram.
4. Dragnótaveiðar:
Hreppsnefndin fer þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið að veiðar dragnótabáta lengri en 12 metra verði bannaðar í Loðmundarfirði, Húsavík, Breiðuvík, Brúnavík og Njarðvík allt árið auk Borgarfjarðar þar sem allar dragnótaveiðar eru bannaðar nú þegar.
5. Sameiningarmál:
Hrepsnefnd Borgarfjarðarhrepps gerir ekki athugasemdir við að sameiningarnefnd geri ekki tillögu um sameiningarkosningar í Borgarfjarðarhreppi hinn 23. apríl n.k. Nefndin telur vegasamband Borgfirðinga enn ekki vera komið í það horf að sameining ( við Fljótsdalshérað) sé raunhæfur kostur.
Nefndin hyggst standa fyrir skoðanakönnun meðal hreppsbúa um sameiningarmál.
6. ADSL:
Hreppsnefndin mun á næstunni kanna til hlítar möguleika á ADSL tengingu á Borgarfirði en nú býður síminn upp á sjónvarpsáskrift samhliða henni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Tillaga að úthlutun á hreindýraarði hefur borist og mun liggja frammi á Hreppsstofu
til 8.desember.