Árið 2004, mánudaginn 15. nóv., kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Jakob, Jón Sigmar, Baldur, Jóna Björg og Kristjana ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarsjóra:
Greint frá ýmsum málum sem eru í meðferð um þessar mundir. M.a. lögð fram yfirlit um fjallskilakostnað í Loðmundarfirði og kostnað við sveitarotþrær.
Ákveðið að kaupa nýjan pallbíll fyrir áhaldahúsið.
2. Ferðaþjónusta:
Tilmæli komu frá samtökum ferðaþjónustunnar að bæta þjónustu við ferðamenn í mai og september, sem hreppsnefndin mun leitast við að stuðla að fyrir sitt leyti.
3. Kynntur aðalfundur Héraðsnefndar Múlasýslna 2004.
4. Staðardagskrá 21:
Sótt verður um að Borgarfjarðarhreppur verði formlegur þátttakandi í verkefninu.
Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður mánudaginn 29. nóv. n.k.
Fleira ekki gert. fundi slitið kl 19:00
Undirdkriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari