Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

19. fundur 18. október 2004

Árið 2004, mánudaginn 18. okt. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Baldur, Jóna Björg og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Jakob boðaði forföll og ekki náðist í varamann. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á nokkur atriði, einkum fjármálalegs eðlis. Oddviti greindi einnig lítillega frá málefnum félagsheimilisins Fjarðarborgar.

2. HAUST:
Sveitarstjóri tilnefndur fulltrúi á aðalfund HAUST og oddviti til vara.

3. Fjármálaráðstefna:
Kynnt fjármálaráðstefna Samb. ísl. sveitarfélaga 1. og 2. nóv. n.k.

4. Héraðsstjórnarfundargerð 7. okt. lögð fram til kynningar.

5. Sameiningarmál:
Tillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:30

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?