Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

18. fundur 13. október 2004

Árið 2004, miðvikudaginn 13. okt. var haldinn aukafundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 14:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Bjarni varamaður ásamt sveitarstjóra og Einari E Sæmundsen, skipulagsráðgjafa.

Eina málið á dagskrá var
Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2016
Einar lagði fram síðustu tillögu að skipulagsgreinargerð dags. 6. sept. 2004 ásamt uppdráttum dags. 12. okt. 2004. Nokkur atriði voru færð til betri vegar.
Tillaga að búfjárhaldssamþykkt lítillega rædd. Hreppsnefndin samþykkti skipulagstillöguna með áorðnum breytingum samhljóða og mun óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa hana.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
Fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?