Árið 2004, mánudaginn 4.okt. var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Bjarni varamaður, ásamt sveitarstjóra.
Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Rætt um kaup á áhaldahúsbíl o.fl.
2. Fulltrúi á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands kosinn Margrét B Hjarðar,
Kristjana Björnsdóttir til vara.
3. Fulltrúi á Hafnasambandsþing kosinn Magnús Þorsteinsson,
Bjarni Sveinsson til vara.
4. Atvinnuaukningarsjóður:
Engin umsókn barst.
5. Vetrarflutningastyrkur:
Engin umsókn barst innan tilskilins umsóknarfrests en tvær bárust daginn eftir, sem hreppsnefndin samþykkti að taka til greina. Fiskverkun Kalla Sveins ehf úthlutað kr 350 þús. og KHB 150 þús.
6. Urðunarstaður:
Umhverfisstofnun leitar eftir umsögn hreppsnefndar um tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað á Brandsbölum. Hreppsnefndin hefur ekkert við starfsleyfistillöguna að athuga annað en að ekki eru tök á að uppfylla kröfur um daglegar veðurathuganir á staðnum.
7. Þriggja ára áætlun 2006 - 2008 lítilsháttar undirbúin.
8. Búfjárhaldssamþykkt:
Ákveðið að leggja fram tillögu að samþykkt um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi samhliða auglýsingu um aðalskipulag hreppsins seinna á þessu ári.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:50
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari