Árið 2004, mánudaginn 20. sept. var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgar-fjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru Kristjana, Jón Sigmar, Jakob, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra.
Þetta var gert á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Þar kom fram að gamli slökkvibíllinn hefur verið seldur. Upplýst var um stöðu nokkurra annarra mála þ.á m. um brottfall úr eftirmiðdagsdeild í leikskóla, sem leiðir til lokunar deildarinnar um næstu mánaðamót að óbreyttu.
2. Byggðakvóti hinn nýi:
Lögð fram drög að umsókn til sjávarútvegsráðuneytisins, sem hreppsnefndin hafði ekkert við að athuga.
3. Byggðakvóti hinn gamli:
Nýsir f.h. Byggðastofnunar óskar eftir áliti hreppsnefndar á því hvort skilyrði samninga um kvótann í Borgarfirði hafi verið efnd á síðasta fiskveiðiári.
Hreppsnefndinni er ekki kunnugt um annað og því ættu að vera forsendur fyrir því að úthluta aftur á grundvelli fyrri samninga.
4. Skólahaldsáætlun:
Lögð fram áætlun skólastjóra um skólahaldið 2004/2005, sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
5. Samþykkt um búfjárhald:
Lögð fram umsögn Jóns Höskuldssonar hdl. um drög að búfjárhaldssamþykkt í Borgarfjarðarhreppi. Málið verður í athugun áfram.
Minnt er á að umsóknarfrestur um atvinnuaukningarsjóðslán er til 1. okt. n.k.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson