Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

15. fundur 06. september 2004

Árið 2004, mánudaginn 6. sept. var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Baldur, Jóna Björg, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

Í upphafi fundarins gerði sveitarstjóri grein fyrir nokkrum málum, sem eru á dagskrá um þessar mundir hjá hreppnum.
Samþykkt að veita Andrési Hjaltasyni veðleyfi vegna skuldbreytingaláns, sem hann hyggst taka hjá Lánasjóði landbúnaðarins.

1. Félags- og skólaþjónusta:
Fram lögð skýrsla starfshóps um sameiginlega félags- og skólaþjónustu á Norðursvæði Austurlands. Jóna Björg, sem var í starfshópnum, gerði einnig grein fyrir skýrslunni. Hreppsnefndin hefur ekkert við skýrsluna að athuga og telur að ganga eigi til samstarfsins á grundvelli hennar.

2. Snotrunes II:
Ólína og Margrét Halldórsdætur óska eftir samþykki hreppsnefndarinnar til að leysa Snotrunes II úr óðalsböndum. Hreppsnefndin samþykkti þessa málaleitan einróma.

3. Byggðakvóti:
Sjávarútvegsráðuneytið gefur nú sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta "hinn nýja", sem nú hefur verið aukinn verulega en "gamli kvóti" fellur niður í áföngum á næstu tveimur árum. Hreppsnefndin samþykkti að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.

4. Hafnargjaldskrá:
Hreppsnefndin samþykkti einróma nýja gjaldskrá fyrir Borgarfjarðarhöfn, sem er nær óbreytt bráðabirgðagjaldskrá samgönguráðuneytisins frá síðasta ári, sbr. fundargerð hreppsnefndar 7. júní s.l.

5. Samþykkt um búfjárhald:
Lögð fram fyrstu drög að samþykkt um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?