Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

14. fundur 09. ágúst 2004

Árið 2004, mánudaginn 9. ágúst, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Baldur, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Bjarni mætti að lokinni skýrslu sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á m.a: Framlag Brunabótafélagsins, vöruflutningastyrksumsókn, Bláfánaúttekt, Jökulsá, sveitarrotþrær, Hofstrandarsand, sjóvörn í Karlfjöru og endur-nýjun áhaldahúsbíls. Leiga á lögbýlinu Ósi ákveðin kr 100 þús. á ári næstu fimm ár.

2. Fulltrúi á aðalfund SSA kosinn Kristjana Björnsdóttir og Jakob Sigurðsson til vara.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 27.07. lögð fram til kynningar.

4. Merkingar horfinna húsa á Bakkagerði:
Lagt fram og rætt bréf Elísabetar Sveinsdóttur þar sem hún hvetur til að koma málinu í framkvæmd. Hreppsnefndin er sama sinnis og mun skoða málið við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

5. Kynntar hugmyndir Fjarðabyggðar um byggingu fjölnota íþróttahúss.

6. Þjóðahátíð Austfirðinga 2004:
Samþykkt að styrkja þetta framtak með kr 10.000,-

7. Samgönguáætlun - Siglingamál:
Tillögur Siglingastofnunar gera ráð fyrir lengingu Nýju bryggju á átt að Hólma um 12 metra á árinu 2005 og sjóvörnum við Fiskmóttökuhús og Karlfjöru árið 2007. Nefndin hefur ekkert við þessar tillögur að athuga.

8. "Vegafé":
Tekið fyrir bréf Sigurðar Sigurðarsonar og Ólafs Dýrmundssonar þar sem hvatt er til átaks til að draga úr hættu á því að slys verði við ákeyrslu á búfé.
Nefndin telur brýnt að girða fyrir lausagöngu sauðfjár á Útbæjavegi og felur landbúnaðarnefnd að hreyfa málinu við landeigendur og Vegagerðina.

9. Fjallskil:
Borgarfjörður:
a) Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.
b) U.þ.b. 30 kindur verða í dagsverki.
c) Gangnastjórar verða þeir sömu og fyrra.
d) Landbúnaðarnefnd falið að jafna niður dagsverkum á bændum.
Loðmundarfjörður:
Fjallskil verða þar með svipuðum hætti og undanfarin ár.

10. Ræktunarlóðir á Bakka:
Fyrir var tekið erindi Fasteigna- og Skipasölu Austurlands vegna sölu á ræktunarréttindum úr lögbýlinu Bakka þar sem Helga og Björn á Bakka selja Þorsteini á Jökulsá tæpl. 38 ha ræktunar ásamt Bubbahúsum o.fl. Hreppsnefndin lýsir því yfir að hún hyggst ekki neyta forkaupsréttar að hinu selda. Hreppsnefndin samþykkir að leita leiða til að gera hið selda að sérstakri eign í veðmálabókum.

11. Hreppsnefndin samþykkir að framlengja ráðningarsamning sveitarstjóra óbreyttan til miðs árs 2005.
Út er komin ársskýrsla Borgarfjarðarhrepps 2003 og hefur verið dreift.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:30

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?