Árið 2004, þriðjudaginn 6. júlí var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 14:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru: Kristjana, Jakob, Jóna Björg Bjarni og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið m.a. á aukaframlag Jöfununarsjóðs vegna grunnskóla, fasteignaskattsskýrslur, heilbrigðisþjónustu, ný jarða- og ábúðarlög, sveitarrotþrær og Útbæjagirðingu.
2. Kosning oddvita- og varaoddvita til eins árs:
Oddviti var kosinn Kristjana Björnsdóttir með 4 atkvæðum. Varaoddviti var kjörinn Baldur Guðlaugsson með 4 atkvæðum. Jón Sigmar fékk 1 atkvæði.
3. Kjörstjórnarlaun:
Kjörstjórnarlaun við nýafstaðnar forsetakosningar ákveðin kr 15.000 til hvers kjörstjórnarmanns.
4. Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps:
Einar E Sæmundsen skipulagsráðgjafi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Hann lagði fram og fór yfir umsagnir stofnana, sem höfðu fengið skipulagsdrögin til athugunar. Umsagnir bárust frá Fornleifavernd ríkisins, Siglingastofnun, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Austurlandsskógum, Skógrækt ríkisins og Umhverfisstofnun. Einar gerði grein fyrir tillögum að svörum við athugasemdum umsagnaraðilanna
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 16:30
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari