Árið 2004, mánudaginn 7. júní var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Mættir voru Baldur, Jón Sigmar, Jakob og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Minnst var m.a. á heilbrigðisþjónustu, skipulagsfund, ársskýrslu, Álfastein, brunasamlag o.fl.
2. Héraðsstjórnarfundargerð 10. mai lögð fram til kynningar.
3. Byggingarnefndarfundargerð 29. mai samþykkt einróma.
4. Kjörstjórn við alþingiskosningar
til eins árs, sem jafnframt er kjörstjórn við forsetakosningar og aðrar kosningar á landsvísu eftir því sem lög standa til:
Aðalmenn:
Jakob Sigurðsson
Bjarni Sveinsson
Björn Aðalsteinsson
Varamenn:
Helgi Hl. Ásgrímsson
Jón Sigurðsson
Þorsteinn Kristjánsson
5. Félagsþjónusta:
Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð samþykktar einróma. Þær höfðu áður verið samþykktar af félagsmálanefnd og Héraðsstjórn.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps er samþykk því fyrir sitt leyti að fækkað verði í félagsmálanefnd Héraðssvæðis úr 7 í 5 og hefur ekki athugasemdir við hugmyndir um tilnefningu nefndarmanna. Nefndin telur þessar breytingar hins vegar ekki tímabærar fyrr en sér fyrir endann á vinnu við sameiginlega félags- og skólaþjónustu á Norðursvæði Austurlands og að afstöðnum sameiningarkosningum á Héraði.
6. Hafnarmál:
Sveitarstjóra falið að gera tillögu að aðlögun á hafnarreglugerð að aðstæðum á Borgarfirði. Samþykkt að núverandi sameiginleg hafnagjaldskrá verði óbreytt í gildi sem hafnargjaldskrá fyrir Borgarfjarðarhöfn frá og með l. júlí n.k.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:50
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari