Árið 2004, mánudaginn 3. mai, var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jóna Björg, Jón Sigmar, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra o. fl:
Rætt var um m.a. Vegáætlun, Bláfánann, Snorraverkefnið, aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps, aukaframlag v/grunnskóla, girðingarhólf í Loðmundarfirði og læknisþjónustu. Jóna Björg gerði grein fyrir störfum starfshóps, sem vinnur að stofnun sameiginlegrar félags- og skólaþjónustu á norðursvæði Austurlands að Seyðisfirði undanskildum.
2. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2003-Síðari umræða-
Helstu niðurstöðutölur:
Heildartekjur A-hluta 51.349.302
" A og B hluta 55.793.455
Heildargjöld A og B hluta 58.968.919
Rekstrarniðurstaða A - hluta ( 260.749)
" A og B hluta ( 5.124.453)
Skuldir og skuldbindingar A-hluta 21.465.529
" " A og B hluta 68.339.080
Eigið fé A - hluta 104.863.285
" " A og B -hluta 103.537.677
3. Hafnarreglur:
Við reglurnar bætist 6. töluliður:
Frá 15. mai til ágústloka eiga smábátar ( frístundabátar) að vera í tveimur innstu viðleguplássunum við gömlu bryggju að vestanverðu.
4. Efling sveitarstjórnarstigsins:
Fram lögð greinargerð SSA til nefndar um sameiningu sveitarfélaga.
Hreppsnefndin telur hugmyndir SSA raunhæfar og skynsamlegar á þessu stigi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:50
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari