Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

10. fundur 19. apríl 2004

Árið 2004, mánudaginn 19. apríl, kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Minnst var á m.a. framlag til félagsíbúða, refaveiðimenn, skipulag, brunasamlag, förgun úrgangs, Austurlandshefti og Snorraverkefni.
Um læknisþjónustu var eftirfarandi bókað:
Viðbrögð forráðamanna heilsugæslustöðvarinnar við ályktun hreppsnefndarinnar um læknisþjónustu 15. mars sl. hafa engin verið utan óljós munnleg skilaboð. Hreppsnefndin mun því taka málið upp við heilbrigðisráðuneytið.
Oddviti greindi frá málefnum Kjarvalsstofu.

2. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2003 - Fyrri umræða -
Reikningurinn lagður fram og skýrður lítillega og síðan samþykktur til annarrar umræðu.

3. Frumvörp til nýrra ábúðar- og jarðalaga sem voru til umfjöllunar á síðasta þingi hafa verið lögð fram að nýju dálítið breytt. Hreppsnefndarmenn munu kynna sér frumvörpin eftir föngum.

4. Oddviti tilnefndur fulltrúi á aðalfund Menningarsamtaka Austurlands og Jóna Björg til vara.

5. Jökulsá:
Sveitarstjóri og oddviti lögðu fram samning um ný landamerki Jökulsár annarsvegar og Bakka ásamt Bakkagerði hins vegar, sem þeir höfðu gert við Þorstein Kristjánsson. Þegar landamerkjabréfinu hefur verið þinglýst verður gengið frá sölu á hluta hreppsins í Jökulsá til Þorsteins. Söluverð kr 80 þús.

6. Atvinnuaukningarsjóður:
Engin umsókn barst. Næsti eindagi umsókna er 1. okt. nk.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:10

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?