Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

9. fundur 29. mars 2004

Árið 2004, mánudaginn 29. mars var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jón Sigmar, Jakob, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Málefni: Efling sveitarstjórnarstigsins, samvinna á Norðursvæði, samþykkt um umgengni og þrifnað, Sláturfélag Austurlands, Þrotabú Álfasteins og húsaleigusamningar við endurreistan Álfastein.

2. Héraðsstjórnarfundargerð 18. mars lögð fram til kynningar.

3. Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2016:
Skipulagið er nú komið á það stig að önnur drög að skipulagstillögu verði kynnt almenningi, stofnunum og nágrannasveitarfélögum og haft um það samráð þar sem ástæða þykir til.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkti samhljóða að leggja fram til kynningar þá tillögu að aðalskipulagi fyrir Borgarfjarðarhrepp, sem nú liggur fyrir með lítilsháttar breytingum. Nefndin telur að hugmyndir tillögunnar um hverfisvernd Víkna og Loðmundarfjarðar séu raunhæfur umræðugrundvöllur við landeigendur á svæðinu. Endanleg skipulagstillaga mun ráðast af afstöðu þeirra svo og friðlýsingarreglugerð í framhaldi af henni ef samkomulag næst. Stefnt er að setningu samþykkta um búfjárhald og lausagöngu búfjár í Borgarfjarðarhreppi í tengslum við gerð aðalskipulagsins. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram til kynningar innan skamms

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:40

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?