Árið 2004, mánudaginn 1. mars, kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Mætt voru: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Bjarni Sv. ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:
1. Aðalskipulag 2004 - 2016:
Á fundinn mætti Einar E Sæmundsen landslagsarkitekt og lagði fram og skýrði önnur drög að skipulagstillögu, sem í framhaldi af þessum fundi verða send hinum ýmsu stofnunum til athugunar og athugasemdagerðar eftir því sem þeim þykir ástæða til.
2. Skýrsla sveitarstjóra:
Stutt og laggóð.
3. Brunasamlag:
Sveitarstjóri tilnefndur í starfshóp sem á að vinna að stofnun brunasamlags á Norðursvæði Austurlands.
4. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2005 - 2007:
Samþykkt einróma við síðari umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari