Árið 2004, mánudaginn 2. febrúar kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Kristjana, Jón Sigmar, Baldur, Jakob og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra um ýmis málefni, sem til umfjöllunar eru um þessar mundir.
2. Héraðsstjórnarfundargerð 26. jan. 2004 lögð fram til kynningar.
3. Jökulsá:
Fyrir var tekið endurnýjað erindi Þorsteins Kristjánssonar um kaup á eignarhluta hreppsins í Jökulsárlandi. Hreppsnefndin vill koma til móts við óskir Þorsteins að nokkru leyti og felur oddvita og sveitarstjóra að ræða málið við hann.
4. Lausaganga hrossa í Loðmundarfirði:
Eigendur og umráðamenn jarða í Loðmundarfirði fara þess á leit við hreppsnefndina að hún hlutist til um að lausaganga hrossa verði bönnuð í Loðmundarfirði. Hreppsnefndin mun skoða málið í tengslum við skilgreiningu Víkna- og Loðmundarfjarðar í aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, sem nú er unnið að.
Jafnframt verði hugað að setningu samþykktar um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi.
5. Fjárhagsáætlun 2004. - Síðari umræða :
Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru í þús. króna:
Skatttekjur 45.000. Bókfærðar heildartekjur 79.754. Rekstrarafgangur fyrir afskriftir og afborganir skulda 11.000. Fjárfestingar 6.200. Afborganir langtímaskulda 3.300.
Bati lausafjárstöðu 1.000. Fjárhagsáætlunin samþykkt einróma.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 23:30
Undirskriftir hreppsnefndarmanna
Magnús Þorsteinssson
fundarritari