Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

1. fundur 05. janúar 2004

Árið 2004, mánudaginn 5. jan., var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Fjallað m.a. um fjallskil í Loðmundarfirði, skipulag og staðardagskrá 21, sorpurðun, hreindýraarð og Álfastein. Um lántöku var gerð eftirfarandi bókun:
Hreppsnefndin samþykkir 2ja milljón króna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til allt að 10 ára. Lánið er bundið vísitölu neysluverðs með breytilegum vöxtum, nú 4,5%, með tryggingu í tekjum Borgarfjarðarhrepps .

2. Brunasamlag:
Fram lögð skýrsla Deloitte & Touche um mat á skiptihlutfalli og fjárhagsáætlun fyrir sameinað slökkvilið, sem stefnt er að á Norðursvæði Austurlands ásamt drögum að stofnsamningi. Hreppsnefndin telur að málið þurfi talsvert meiri athugunar við áður en tekin verður ákvörðun um þátttöku í brunasamlaginu.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 16. des. 2003 lögð fram til kynningar.

4. Fundargerðir landbúnaðarnefndar lagðar fram til upplýsinga fyrir hreppsnefndina.

5. Sjálfsmatsúttekt grunnskólans:
Úttekt KPMG Ráðgjafar, sem unnin var í sept. - nóv. 2003 kynnt sveitarstjórn.

6. Forkaupsréttur að sumarbústaðalóð í Setbergslandi:
Hreppsnefndin er samþykk eigendaskiptum að bústaðnum ásamt leigulóðarréttindum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:40

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -

Getum við bætt efni þessarar síðu?