Árið 2003, mánudaginn 15. desember, kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Kristjana, Jóna Björg, Jón Sigmar, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Sveitarstjóri greindi frá ýmsum málum sem hann hafði unnið að frá síðasta fundi. Kristjana oddviti sagði frá því sem hún hafði haft afskipti af í vikufjarveru sveitarstjóra.
2. Nefndalaun:
Nefndalaun í Borgarfjarðarhreppi ákveðin kr 3.000 og tvöfalt til formanna enda séu fundir minnst tveir árlega og fundargerðum skilað til hreppsnefndar.
3. Staðardagskrá 21:
Samb. ísl. sveitarfélaga býður nú upp á aðstoð við fámenn sveitarfélög við að koma sér upp Staðardagskrá 21. Hreppsnefndinni finnst verkefnið áhugavert og mun huga að þátttöku í því.
4. Nýi kvóti:
Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðfest tillögu hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps um skiptingu byggðakvótans milli einstakra báta.
5. Njarðvíkurkvóti:
Andrés Hjaltason fer þess á leit að Borgarfjarðarhreppur kaupi af honum um það bil 50 ærgilda greiðslumark í sauðfé gegn því að þau haldist áfram á jörðinni Njarðvík. Hreppsnefndin telur ekki forsendur til að verða við þessu erindi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:15
Baldur Guðlaugsson
Jóna Björg Sveinsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson, fundarritari