Árið 2003, mánudaginn 1. des. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Baldur, Jóna Björg, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. greint frá því að tillaga um úthlutun hreindýraarðs 2003 hefur borist hreppnum og mun liggja frammi á Hreppsstofu.
2. Svæðisskipulag:
Fljótsdalshreppur hefur gengið frá aðalskipulagi sínu 2002 - 2014.
Skipulagið krefst óverulegra breytinga á Svæðisskipulagi Héraðssvæðis 1998 - 2010,
sem hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps er samþykk fyrir sitt leyti.
3. Héraðsstjórnarfundargerð 27. nóv. lögð fram til kynningar.
4. Búfjáreftirlit:
Lögð fram tillaga að samstarfssamningi um búfjáreftirlit á Héraðssvæði ásamt niðurjöfnunarskrá, sem hreppsnefndin samþykkti einróma.
5. Fasteignagjöld 2004:
· Lóðagjöld 2% af fasteignamati lóðar.
· Sorphreinsunargjald kr 8.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr 5.000. 50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi. Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum.
· Sorpförgunargjald skv. óbreyttri gjaldskrá: Bændur, útgerðarmenn o.fl. kr 4.000, FKS kr 50.000
· Sveitarotþróagjald skv. óbreyttri gjaldskrá, kr 3.000 á rotþró.
· Vatnsskattur: Á íbúðarhúsnæði 0,4% af fasteignamati að hámarki kr 10.000 og að lágmarki kr 5.000. Fjarðarborg kr 10.000, FKS kr 30.000
· Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati.
· Fasteignaskattur á íbúðarhús og bújarðir 0,36%
· Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði 1%
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:45
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -