Árið 2003, mánudaginn 24. nóv. kom "kvótahreppsnefnd" Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Kristjana, Jakob og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið eina mál fundarins:
Úthlutun á byggðakvóta:
Við lok umsóknarfrests kl 16:00, 24. nóv. höfðu borist sjö umsóknir, þar af ein þar sem umsækjandi gerði fyrirvara um að hann treysti sér ekki til að ábyrgjast að byggðakvótanum verði landað til vinnslu á Borgarfirði.
Umsóknin uppfyllir ekki sett skilyrði um úthlutun byggðakvótans og verður hreppsnefndin því að hafna henni.
Hreppsnefndin samþykkti síðan að leggja til við sjávarútvegsráðuneytið að byggðakvóta Borgarfjarðarhrepps, 20,7 þorskígildislestum verði skipt milli eftirtalinna sex báta, 3,45 þorskígildislestir til hvers:
Sæfaxi sknr 2465, Eydís sknr 2132, Sædís sknr 2508, Teista sknr 6827, Góa sknr 6605 og Baui frændi sknr 6030.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari