Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

20. fundur 03. nóvember 2003

Árið 2003, mánudaginn 3. nóv. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Kristjana, Jón Sigmar, Jakob, Baldur og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Lítillega greint frá Hafnafundi, Jöfnunarsjóðsframlögum, klæðingarkostnaði og snjómokstursreglum. Sunnudagur bætist nú við snjómokstursdaga á Vatnsskarði.

2. Tjaldsvæði/Ferðamannaaðstaða:
Lagt fram yfirlit yfir tekjur og gjöld á tjaldsvæðinu í sumar. Talsvert vantaði á að tekjurnar stæðu undir rekstrarkostnaði. Hreppsnefndin ákvað að hækka gistigjöldin í 750 kr. Óbreytt gjaldskrárákvæði að öðru leyti.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 17. okt. lögð fram til kynningar.

4. Minjasafn Austurlands:
Oddviti, sem er í stjórn Minjasafnsins gerði grein fyrir fjárhagsáætlun safnsins o.fl.

5. Skipulag/Náttúruverndaráætlun:
Fjallað um friðunarhugmyndir í drögum að Náttúruverndaráætlun og skilgreiningu Víkna- og Loðmundarfjarðar í aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2014. Stefnt að ályktun um málið á næsta fundi.

6. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2004 - 2006:
Áætlunin samþykkt einróma við síðari umræðu. Skatttekjur eru áætlaðar 44 - 46 millj. árlega og heildartekjur 80 - 82 millj. Rekstrargjöld 70 - 75 millj.

7. Bréf Helga Arngrímssonar:
Hreppsnefndin harmar misskilning sem svarbréf hreppsnefndar dagsett 11.09. 2003 til ferðamálahóps Borgarfjarðar hefur valdið. Hreppsnefnd lýsir ánægju með störf hópsins og ítrekar að hún metur þau mikils.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 22:30

Undirskriftir
MÞ ritaði fundargerð

Getum við bætt efni þessarar síðu?