Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

19. fundur 23. október 2003

Árið 2003, fimmtudaginn 23. okt. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru Baldur, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra og Einari E Sæmundsen hjá Landmótun, sem gerði grein fyrir framvindu og stöðu vinnunnar við aðalskipulag fyrir Borgarfjarðarhrepp. Hann lagði fram fyrstu drög að greinargerð með skipulaginu og drög að uppdráttum, annarsvegar af hreppnum öllum og hins vegar af Bakkagerði og bátahöfninni við Hafnarhólma í smærri mælikvarða. Þá gerði hann grein fyrir umfjöllun á nýafstöðnu umhverfisþingi um tillögu að náttúruverndaráætlun 2004 -2008.
Í framhaldi af því var rætt um tillögu að friðlýsingu plantna í Borgarfjarðarhreppi og drepið á friðlýsingarhugmyndir í Víkum og Loðmundarfirði, sem verða til nánari umfjöllunar á næsta hreppsnefndarfundi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:00

Undirskriftir
MÞ ritaði fundargerð

Getum við bætt efni þessarar síðu?