Árið 2003, mánudaginn 20. okt. var fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Baldur, Jóna Björg, Jón Sigmar, Kristjana og Jakob ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. fjallað um kaup á notuðum slökkvibíl frá Þýskalandi, sem samþykkt voru af nefndinni.
2. Hafnafundur/Fjármálaráðstefna:
Gert er ráð fyrir að sveitarstjóri fari á hafnafundinn 31. okt. og oddviti á fjármálaráðstefnuna 5. og 6. nóv. n.k.
3. Hafna- og sjóvarnaáætlun:
Hugað að tillögugerð vegna næstu áætlana fyrir árin 2005 - 2008.
4. Félags- og skólaþjónusta:
Fundur stýrihóps Norðursvæðisverkefnisins og oddvita Fella-, Fljótsdals- og Borgarfjarðarhreppa 18. september 2003 tók undir tillögu nefndar um skóla- og félagsþjónustu frá 13. júní 2003 um að stofnuð verði sameiginleg skóla- og félagsþjónusta fyrir sveitarfélögin átta á norðursvæði Austurlands.
Nú þegar verði hafin vinna við að koma á laggirnar sameiginlegri félagsþjónustu og barnavernd á svæðinu en skólaþjónustan falli þar undir haustið 2005.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps er samþykk þessum áformum enda eru þau í samræmi við bókun nefndarinnar frá 12. mai 2003. Nefndin telur að Héraðsstjórn, sem er stjórnunarnefnd félagsþjónustu á Héraðssvæði, hafi fullt umboð til að hefja viðræður við þau sveitarfélög önnur á Norðursvæði sem vilja eiga aðild að félagsþjónustunni.
5. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2004 - 2006 samþykkt við fyrri umræðu.
6. Byggðakvóti hinn nýi:
Hér viku Baldur og Jón Sigmar af fundi.
Hreppsnefndin ákvað að nýta heimild í reglugerð um byggðakvótann til að setja reglur um úthlutun hans á Borgarfirði og verða ráðuneytinu sendar tillögur um þær til samþykktar. Í hlut Borgarfjarðar koma 20,7 þorskígildistonn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00.
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
ritaði fundargerð