Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

17. fundur 06. október 2003

Árið 2003, mánudaginn 6.okt. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Baldur, Jóna Björg, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. greint frá framlengingu tímafresta í reglugerð um byggðakvóta hinn nýja um hálfan mánuð.

2. Atvinnuaukningarsjóður:
Ein lánsumsókn barst frá Birni Gíslasyni vegna vörubílskaupa. Þar sem bíllinn er skráð eign fjármögnunarleigu uppfyllir umsóknin ekki skilyrði sjóðsreglnanna og verður því að hafna henni enda nýlegt fordæmi um höfnun af sömu ástæðu.

3. Vöruflutningastyrkir:
Tvær umsóknir bárust; frá FKS og KHB. Samþykkt að styrkja FKS með kr 350 þús og KHB kr 150 þús.

4. Fulltrúi á aðalfund Skólaskrifstofu kosinn Margrét Hjarðar og Kristjana
Björnsdóttir til vara.

5. Héraðsstjórnarfundargerð 16. sept. lögð fram til kynningar.

6. Fundargerð stýrihóps Norðursvæðis:
Þar kemur m.a. fram að stefnt skuli að stofnun sameiginlegs brunasamlags á svæðinu 1. janúar 2004.

7. Þriggja ára fjárhagsáætlun:
Sveitarstjóri lagði fram fyrstu drög að (þriggja ára) fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2006.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00


Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari


Getum við bætt efni þessarar síðu?