Árið 2003, mánudaginn 1. sept. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:10. Á fundinum voru Bjarni, Jón Sigmar, Kristjana,
Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Greint m.a. frá Bláfánaúttekt, vatnsveitu, Álfasteini, Ásbrún I og II og Soroptimistafélagsstofnun. Lögð fram styrkbeiðni Ferðamálahópsins vegna endurútgáfu á upplýsingabæklingi. Oddvita falið að svara erindinu.
2. Byggðakvóti hinn nýi:
Lögð fram reglugerð um úthlutun á kvótanum og bráðabirgðayfirlit um aflamark og afla á fiskveiðiárinu 2002/2003. Verður tekið fyrir á næsta fundi.
3. Nettengingar:
Að tilmælum Helga Arngrímssonar hefur verið leitað upplýsinga um nettengingar o.fl. en vitneskja er of lítil enn sem komið er. Verður í athugun áfram.
4. Erindi UMFB:
UMFB óskar eftir viðræðum við hreppsnefndina um rekstrarfyrirkomulag félagsheimilisins Fjarðarborgar. Hreppsnefnd fagnar frumkvæði UMFB um málefni Fjarðarborgar og tilnefnir oddvita til viðræðna af hálfu hreppsins.
5. Ferðamálastefna:
Lögð fram skýrsla um nýja stefnu í ferðamálum á Austurlandi.
6. Minningargjöf:
Bræðurnir Þorsteinn og Einar Þórir Guðmundssynir hafa gefið Borgarfjarðarhreppi Kjarvalsmynd til minningar um foreldra sína Soffíu Þorsteinsdóttur og Guðmund Einarsson, Steinholti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:45
Baldur Guðlaugsson
Jóna Björg Sveinsdóttir
Bjarni Sveinsson
Jón S Sigmarsson
Kristjana Björnsdóttir
Magnús Þorsteinsson - fundarritari -