Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

14. fundur 11. ágúst 2003

Árið 2003, mánudaginn 11. ágúst var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru hreppsnefndarmennirnir Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Bjarni Sveinsson varamaður ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið m.a. á fjárhagsáætlun 2003, sem nú hefur verið færð í fyrirskipað form.
Þá var gerð grein fyrir sérfræðingatöxtum og minnst á ársskýrslu, íbúðamál, áhaldahúsbíl og þemafund.

2. Fulltrúi á aðalfund SSA kosinn Kristjana Björnsdóttir. Jakob Sigurðsson til vara.

3. Fundargerðir skólanefndar 2. sept. 2002 og 2. júlí 2003.

4. Fjallskil 2003:

Borgarfjörður:
a) Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson
b) 30 kindur verða í dagsverki
c) Gangnastjórar verða þeir sömu og í fyrra
d) Landbúnaðarnefnd falið að jafna niður dagsverkum á bændur
og ákveða gangnadaga.
Loðmundarfjörður:
Fjallskil verða þar með sama hætti og undanfarin ár

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:55


Baldur Guðlaugsson
Bjarni Sveinsson
Kristjana Björnsdóttir
Jón S Sigmarsson
Jakob Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson ritaði fundargerð


Getum við bætt efni þessarar síðu?