Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

12. fundur 02. júní 2003

Árið 2003, mánudaginn 2.júní, kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Helga, Jakob, Kristjana, Baldur og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Minnst var m.a. á Bláfánann, virðisaukaskatt, aukaframlag v/grunnskóla, vinnuskóla, þriggja ára fjárhagsáætlun og húsaleigu í Þórshamri. Um vegabætur var gerð svofelld bókun:
"Vegna áforma Vegagerðarinnar að leggja klæðingu á Borgarfjarðarveg á Eyjum, samþykkir hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lántöku allt að kr 10 milljónir, sem endurgreiðist af fjárveitingu í Njarðvíkurskriður 2005."

2. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2002-Síðari umræða

Helstu niðurstöðutölur:Heildartekjur A-hluta 59.178.270
Heildartekjur A-hluta án fjármagnsliða 50.759.845
Heildartekjur A og B hluta 61.371.412
Heildargjöld A og B- hluta án fjármagnsliða 57.072.851
Rekstrarniðurstaða A- hluti 8.845.104
Rekstrarniðurstaða A og B-hluta 2.634.793
Skuldir og skuldbindingar A-hluta 20.562.302
Skuldir og skuldbindingar A og B-hluta 65.064.611
Eigið fé A-hluta 105.124.034
Eigið fé A og B-hluta 108.662.128

Ársreikningurinn samþykktur einróma.

3. Héraðsstjórnarfundargerðir 19.05. og 26.05. lagðar fram til kynningar.

4. Náttúruverndaráætlun 2003 - 2008:
Umhverfisstofnun sendir drög að náttúruverndaráætlun og óskar eftir skriflegum og rökstuddum athugasemdum. Af þessu tilefni bendir hreppsnefndin á að aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2003 - 2015 er nú í vinnslu, þ. á m. framtíðarskipan náttúruverndar, einkum í Víkum og Loðmundarfirði. Nefndin áskilur sér rétt til að koma á framfæri athugasemdum við Náttúruverndaráætlunina þegar skipulagið er komið lengra á veg.

5. Jökulsá:
Greint frá viðræðum við Þorstein Kristjánsson um Jökulsárland, sbr. síðustu fundargerð. Málið verður í athugun áfram.

6. Kjörstjórnarlaun ákveðin kr 15.000,- til hvers kjörstjórnarmanns og kr 10.000,- til dyravarðar.

7. Aðalskipulag Fljótsdalshrepps lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:30

Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón Sigmar Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson sveitarstjóri

Getum við bætt efni þessarar síðu?