Árið 2003, mánudaginn 12. mai var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru Helga, Kristjana, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Jóna Björg í stað Jakobs. Þetta gerðist á fundinum.
1. Félags- og skólaþjónusta:
Framhaldið umræðu um málið, sbr. síðustu fundargerð.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps telur framlagðar hugmyndir um samþætta félags- og skólaþjónustu ásamt barnavernd á norðursvæði Austurlands áhugaverðar og álítur að samrekstur þessarar þjónustu mundi verða til bóta.
Nefndin er hlynnt samstarfi um barnavernd og félagsþjónustu á svæðinu en finnst tæpast raunhæft að ætla að samstaða náist um að fella skólaþjónustuna þar undir að svo stöddu. Tilraunir í þá veru gætu tafið og jafnvel komið í veg fyrir að samstarf takist um barnaverndina og félagsþjónustuna, sem æskilegt væri að stofna byggðasamlag um sem fyrst. Hugað yrði að yfirtöku skólaþjónustunnar síðar.
Jafnframt yrði þá skoðað hvort vilji væri til að samþætta alla félags- og skólaþjónustu ásamt barnavernd á starfssvæði Skólaskrifstofu Austurlands.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögur um faglega stjórn stofnunarinnar en bendir á að setja þarf henni stjórnarnefnd.
2. Skipulagsbreyting:
Fram lögð tillaga Einars E Sæmundsen hjá Landmótun um breytingu á legu vegar sunnan við þéttbýlið í Bakkagerði. Tillagan samþykkt einróma og verður auglýst að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
3. Jökulsá:
Þorsteinn Kristjánsson fer fram á að fá keyptan hreppshlutann í Jökulsá með nýjum landamerkjum. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða málið við Þorstein.
4. Ársreikningur 2002 samþykktur að lokinni fyrri umræðu.
5. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. samþykkt að styrkja fararstjóra í skólaferðalagi með kr 40 þús.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00
Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jóna Björg Sveinsdóttir
Jón Sigmar Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson - sveitarstjóri -