Árið 2003, mánudaginn 28. apríl, kom hreppsnefnd Borgarjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur. Jóna Björg í stað Helgu. Sveitarstjóri var einnig á fundinum. Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á sameiningarmál, bláfánann, rekstarframlög v/félagsíbúða, tónlistarkennslu, félagsráðgjafa, frystihús, brunavarnir og skipulagsvinnu. Undir þessum dagskrárlið gerði oddviti einnig grein fyrir málefnum Kjarvalsstofu og stöðu húsaleigusamnings við Fjarðarborg.
2. Félags-og skólaþjónusta:
Lögð fram skýrsla Soffíu Gísladóttur, sem ráðin var til að leggja fram hugmyndir að samþættri félags-og skólaþjónustu á norðursvæði Austurlands. Í nefnd sem fjallaði um málið var Jóna Björg fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og gerði hún hreppsnefndinni grein fyrir gangi málsins. Umsögn verður gerð um málið á næsta fundi.
3. Bakki:
Björn og Helga á Bakka hafa leitað eftir hvaða skilmála hreppurinn mundi setja vegna fyrirhugaðrar sölu á ræktun og útihúsum á Bakka, sbr. fundargerð 17. mars s.l. Hreppsnefndin telur ekki efni standa til að setja neina skilmála vegna sölu á umræddum eignum en mun taka afstöðu til forkaupsréttar þegar og ef kaupsamningur liggur fyrir. Umbeðna stækkun á lóð íbúðarhússins telur nefndin sjálfsagða.
4. Gjaldskrá HAUST:
Hreppsnefndin samþykkti einróma tillögu að viðbót við gjaldskrá HAUST vegna stóriðjuframkvæmda og virkjana á Austurlandi.
5. Menntaskólinn á Egilsstöðum:
Samþykkt að Borgarfjarðarhreppur axli sinn hlut vegna fyrirhugaðra stofnframkvæmda við skólann.
6. Kjörskrá:
Farið yfir kjörskrárstofn og kjörskrá undirrituð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:15
Baldur Guðlaugsson
Jóna Björg Sveinsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson- fundarritari -
Næsti fundur hreppsnefndarinnar verður 12. mai.