Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

9. fundur 07. apríl 2003

Árið 2003, mánudaginn 7. apríl, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru Helga, Jón Sigmar, Baldur, Kristjana og Jakob ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var lauslega á nokkur mál svo sem bóksafnssamning, traktorkaup, fasteignagjöld, Bakka o.fl.

2. Atvinnuaukningarsjóður:
Ein umsókn barst frá Karli Sveinssyni ehf. Samþykkt að lána Karli kr 1 millj. til byggingar fiskverkunarhúss, sem er helmingur af ráðstöfunarfé sjóðsins í ár. Eindagi umsókna er aftur í haust; 1. október

3. Menningarráð Austurlands:
Lagt fram aðalfundarboð ráðsins á Djúpavogi 28. apríl n.k.

4. Búfjáreftirlit:
Skýrt frá gangi mála varðandi nýskipan búfjáreftirlits og forðagæslu. Búfjáreftirlitsnefnd hefur nú hafið störf en eftirlitið verður ekki að fullu virkt fyrr en næsta vetur.

5. Refa- og minkaveiðar:
Lögð fram fundargerð samráðsfundar um refa- og minkaveiðar þar sem lagt er til að greiðslur verði samræmdar sem mest.

6. Úrvinnslusjóður:
Greint frá nýjum reglum um úrvinnslugjald, sem smá saman er verið að leggja á m.a. rafhlöður, hjólbarða , bíla o. fl., sem kemur til með að auðvelda endurvinnslu.

7. Frumvörp til nýrra ábúðar- og jarðalaga,
sem hreppsnefndarmenn munu kynna sér eftir föngum.

8. Héraðsstjórnarfundargerð 24. mars lögð fram til kynningar.

9. Sameiningarmál:
Hreppsnefndin ræddi m.a. þá tvo sameiningarkosti, sem í athugun eru um þessar mundir, Norðursvæði og Fljótsdalshérað. Nefndin er þeirrar skoðunar að sameining sveitarfélaga á Norðursvæði sé ekki vænlegur kostur hvað Borgarfjörð varðar. Nefndin telur óheppilegt að unnið sé að fyrrgreindum tveimur kostum samtímis og að hætta sé á að hvorugum sé sinnt með skilvirkum hætti. Því telur hún æskilegt að Norðursvæðisverkefninu verði ráðið til lykta sem fyrst. Að því frágengnu væri hægt að fara að vinna að raunhæfum sameiningarmöguleikum á Héraðssvæði með þátttöku Borgarfjarðarhrepps og leita eftir vilja íbúa sveitarfélaganna á síðari hluta þessa kjörtímabils
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:10

Baldur Guðlaugsson
Kristjana Björnsdóttir
Helga Erlendsdóttir
Jón S Sigmarsson
Jakob Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson sveitarstjóri

Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður mánudaginn 28. apríl.

Getum við bætt efni þessarar síðu?