Árið 2003, mánudaginn 17. mars kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:08. Mættir voru hreppsnefndarmennirnir Helga og Kristjana. Jóna Björg mætti í forföllum Jakobs. Baldur og Jón Sigmar komu til fundar skömmu síðar. Sveitarstjóri var einnig á fundinum. Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á nokkur mál svo sem brunavarnir, frágang fjárhagsáætlunar, samgönguáætlun, fjallskilainnheimtu í Loðmundarfirði, fuglaskoðunarblöðung o.fl.
2. Bakki:
Fram lagt lögfræðiálit Jóns Höskuldssonar um stöðu Borgarfjarðarhrepps þegar og ef kæmi til sölu útihúsa og ræktunar á lögbýlinu Bakka.
Málið verður í athugun áfram.
3. Sævarendi:
Smári Magnússon óskar eftir stuðningi hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps við leiguumsókn hans um Sævarenda í Loðmundarfirði. Beiðni Smára hafnað af hreppsnefnd. Samþykkt einróma.
4. Átaksverkefni:
Svæðisvinnumiðlun vekur athygli á átaksverkefnum á vegum sveitarfélaga og reynsluráðningu og starfsþjálfun, sem hreppsnefndin mælist til að Svæðisvinnu-miðlunin kynni líka fyrir atvinnurekendum á staðnum. Nefndin vonast til að atvinnu-ástand á Borgarfirði haldist í því horfi að ekki verði þörf fyrir átaksverkefni í ár.
5. Sameiningarmál:
Farið yfir nokkur gögn um sameiningarmál á Norðursvæði og Héraðssvæði og sameiningarmálin rædd á ýmsum forsendum. Stefnt að ályktun um málið á næsta fundi hreppsnefndarinnar .
Minnt er á að umsóknarfrestur um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er til 1. apríl n.k.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:15
Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jóna Björg Sveinsdóttir
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson- fundarritari