Árið 2003, mánudaginn 3. mars, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Til fundarins mættu Helga, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Undir þessum lið var lítils háttar rætt um sameiningarmál, sem tekin verða á dagskrá hreppsnefndarfundar á næstunni.
2. Bókasafnssamningur:
Framlögð drög að þjónustusamningi um bókasafnsþjónustu Bókasafns Héraðsbúa við Borgfirðinga. Hreppsnefndin er samþykk samningsdrögunum að öðru leyti en kostnaðargreiðslum Borgarfjarðarhrepps. Sveitarstjóra falið að leita eftir breytingum þar á og að hafa í samningnum endurskoðunarákvæði.
3. Héraðsstjórnarfundargerð 19. febrúar 2003 lögð fram til kynningar.
4. Samgönguáætlun 2003 - 2006:
Hreppsnefndin fór yfir helstu atriði samgönguáætlunarinnar einkum nýja skilgreiningu Borgarfjarðarvegar, sem tengivegar í grunnneti. Ítrekuð verða tilmæli til þingmanna og samgönguyfirvalda um nauðsyn fjárveitinga til vegarins.
5. Fjárhagsáætlun - Síðari umræða -
Tónskólagjöld fyrir skólaárið 2002 - 2003 ákveðin kr 10.000 á önn.
Sorphreinsunargjald 2003 endurákvarðað kr 8.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr 5.000. 50 pokar innifaldir í gjaldi. Fellt niður sorphreinsunargjald fólks yfir áttræðu, sem býr eitt og lækkað þar sem tveir aldraðir eru í heimili. Helmingi húsaleigu Álfasteins árið 2003 verður breytt í hlutafé eins og undanfarin þrjú ár, enda verði hinn helmingurinn greiddur skilvíslega.
Fjárhagsáætlunin samþykkt einróma.
Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru í þús. króna:
Skatttekjur 46.830, Bókfærðar heildartekjur 79.980, Rekstrarafgangur fyrir afskriftir og afborganir skulda 9.859, Fjárfestingar 7.700, Afborganir langt.skulda 3.000,
Lántökur 2.200, Bati lausafjárstöðu 1.359
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30
Undirskriftir hreppsnefndarmanna Magnús Þorsteinsson fundarritari