Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

5. fundur 10. febrúar 2003

Árið 2003, mánudaginn 10. feb.var haldinn aukafundur hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Helga ásamt sveitarstjóra.

Á fundinum var unnið við gerð fjárhagsáætlunar 2003.

Í upphafi fundar leitaði oddviti eftir samþykki hreppsnefndarinnar til að taka á dagskrá mál varðandi Sævarenda í Loðmundarfirði. Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Bréf oddvita til jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins.

Oddviti lagði fram bréf til jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins þess efnis að vegna skipulagsvinnu sem framundan er hjá sveitarfélaginu verði jarðeignir ríkisins á svæðinu sunnan Borgarfjarðar þ.e. Víkum og Loðmundarfirði ekki seldar á meðan unnið er að gerð aðalskipulags fyrir umrætt svæði.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:25

Undirskriftir hreppsnefndarmanna og sveitarstjóra sem ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni þessarar síðu?