Árið 2003, mánudaginn 3. feb. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru Kristjana, Jakob, Helga, Baldur og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:
1. Bláfáninn:
Lagt fram bréf Landverndar þar sem fjallað er um nokkur atriði varðandi bráðabirgðaumsókn Borgarfjarðarhrepps. Samþykkt einróma að sækja um Bláfánann fyrir bátahöfnina og lögð á ráð um undirbúningsvinnu.
2. Hreindýraráð:
SSA falið að tilnefna fulltrúa í Hreindýraráð.
3. Línuveiðibann:
Með bréfi dags. 14. janúar hafnar sjávarútvegsráðuneytið óskum hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps um að línuveiðiskip stærri en 50 brl. fái ekki að stunda línuveiðar innan 6 sjómílna sbr. fundarsamþykkt hreppsnefndar 7. okt. s.l.
4. Fjárhagsáætlun 2003:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:20
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
ritaði fundargerð