Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

2. fundur 20. febrúar 2003

Árið 2003, mánudaginn 20. janúar kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru hreppsnefndarmennirnir Kristjana, Helga, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Sveitarstjóra veitt umboð til þess að afgreiða leyfisbeiðnir kennara ásamt skólastjóra.

2. Fundargerðir Héraðsstjórnar 9. jan og bókasafnsstjórnar 8. jan
lagðar fram til kynningar og dálítillar umræðu.

3. Úlfsstaðir:
Hreppsnefndin samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar að hálfum Úlfsstöðum, sem Bragi Sigurðsson hyggst selja Birni Roth.

4. Sævarendi:
Lagt fram bréf landbúnaðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir rökstuddu áliti hreppsnefndarinnar á því hvort selja ætti jörðina eða hvort eðlilegra væri að leigja hana. Hreppsnefndin telur það ekki á sínu verksviði að segja til um hvort jörðin Sævarendi í Loðmundarfirði verður leigð eða seld. Hins vegar hvað hagsmuni Borgarfjarðarhrepps varðar vill nefndin benda á að hreppurinn á ekki möguleika á skatttekjum af þeim arði sem jarðir í hreppnum kunna að skapa séu eigendur eða leigjendur lögheimilisfastir utan Borgarfjarðarhrepps.

5. Sæbakki:
Að höfðu samráði við bókasafnsstjórn hefur hreppsnefndin samþykkt að ganga að kauptilboði Önnu Gústavsdóttur í Sæbakka.

6. Fjárhagsáætlun 2003:
Unnið að gerð áætlunarinnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:20

Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson -
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson, fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?