Árið 2003, mánudaginn 6. jan var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Til fundar mættu hreppsnefndarmennirnir Helga, Kristjana, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Jóna Björg í stað Jakobs.
Fyrir var tekið:
1. Heilbrigðiseftirlit:
Til fundarins mættu Helga Hreinsdóttir og Árni Óðinsson frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og greindu hreppsnefndinni frá skipulagi og starfsemi heilbrigðiseftirlitsins. Þau svöruðu síðan fyrirspurnum.
2. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Austurlands þar sem staðfest er fjárnám hjá Þórunni Sigurðardóttur vegna fjallskilakostnaðar í Loðmundarfirði, sem hún hafði krafist ógildingar á.
3. Fundargerðir landbúnaðarnefndar lagðar fram til kynningar.
4. Hafin gerð fjárhagsáætlunar 2003.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:20
Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Jóna Björg Sveinsdóttir
Jón S Sigmarsson
Kristjana Björnsdóttir
Magnús Þorsteinsson, fundarritari -