Árið 2002, mánudaginn 21. okt., var fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sem hófst kl. 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru hreppsnefndarmennirnir Kristjana, Jón Sigmar, Baldur og Jakob ásamt sveitastjóra. Helga tilkynnti forföll og ekki náðist í varamann. Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Fram lagður samningur um eftirlaun sveitarstjóra, sbr. fundargerð 16. sept. sl. Nefndarmenn höfðu ekkert við hann að athuga og fólu oddvita að undirrita hann.
2. Greinargerð um umhverfismál:
Oddviti og Jón Sigmar tóku að sér að gera tillögu að greinargerð.
3. Vegamál:
Hreppsnefndin ítrekar fyrri samþykktir nefndarinnar um forgangsröðun í vegagerð á Borgarfjarðarvegi. Þá telur nefndin algerlega óviðunandi að í núgildandi langtímaáætlun er ekki gert ráð fyrir neinni viðbót á bundnu slitlagi á Borgarfjarðarvegi. Málið verður tekið upp á vettvangi Héraðsstjórnar.
4. Útgerðarmál:
Framlögð greinargerð um útgerð og fiskvinnslu á Borgarfirði, sem send var sjávarútvegsráðherra o.fl. sbr. síðustu fundargerð.
Fjallað var talsvert um meðferð byggðakvótans og taldi hreppsnefndin að vegna eftirlitsskyldu nefndarinnar yrði ekki hjá því komist að leita eftir því við Byggðastofnun að hún veiti nefndinni þær upplýsingar sem hún hefur um meðferð fiskvinnslukvótans í Borgarfjarðarhreppi undanfarin ár. ( Baldur lýsti sig vanhæfan við umfjöllun um byggðakvótann).
5. Héraðsstjórnarfundargerð 17. okt.:
Hreppsnefndin er samþykk því að fresta endurskoðun samnings um félagsþjónustu á Héraðssvæði. Nefndin er einnig samþykk einni almannavarnarnefnd í umdæmi Sýslumannsins á Seyðisfirði.
6. Héraðsstjórnarsamningur:
Hreppsnefndin sér ekki ástæðu til að óska eftir endurskoðun á samningnum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið 20:30
Baldur Guðlaugsson
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón S. Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson, fundarritari.
Hunda- og kattaleyfisgjöld eru nú fallin í gjalddaga. Eigendur eru beðnir að greiða þau á Hreppsstofu mánudaginn 28. okt. kl 14 - 16. Þá fara nýskráningar einnig fram.