Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

19. fundur 04. nóvember 2002

Árið 2002, mánudaginn 4. nóv. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Allir nefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.
Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Greint frá ýmsum málum og verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi.

2. Sorpförgunargjald:
Sorpförgunargjöld bænda, útgerðarmanna og smærri atvinurekenda ákveðin óbreytt kr 4.000 fyrir árið 2002, gjald FKS skv. 4. flokki kr 75.000.

3. Þrifnaðarsamþykkt:
Fram lögð drög að samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands, sem hreppsnefndin samþykkti einróma.

4. Lóðasamningar:
Fram lagðar tillögur að tveimur nýjum lóðasamningum, sem koma í stað eldri samninga. Hreppsnefndin er samþykk breyttum samningum.

5. Fulltrúi á aðalfund Héraðsnefndar Múlasýslna 19. nóv:
Kosinn Kristjana Björnsdóttir, Jakob Sigurðsson til vara.

6. Fjármálaráðstefna 7. og. 8. nóv.:
Kynnt ráðstefnan og helstu mál sem þar verða á dagskrá.

7. Félagsíbúðir:
Hreppsnefndin ákvað að setja í sölu á almennum markaði tvær félagsíbúðir, Breiðvang II og Ásbrún I. Seljist önnur hvor þeirra verður sölu á hinni frestað til næsta árs enda verði þá komið framlag frá Varasjóði húsnæðismála í þá fyrri.

Lagt fram bréf frá Ólafi Aðalsteinssyni sem tekið verður fyrir á næsta fundi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30

Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson, fundarritari -

Getum við bætt efni þessarar síðu?