Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

20. fundur 19. nóvember 2002

Árið 2002, þriðjudaginn 19. nóvember, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgar-fjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Allir nefndarmenn á fundi nema Helga. Jóna Björg var í hennar stað. Sveitarstjóri sat einnig fundinn. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Greint frá nokkrum málum, sem á döfinni eru.
Jóna Björg sagði einnig lauslega frá fyrsta fundi nefndar um skóla-og félagsþjónustu á Norðursvæði.

2. Útsvarsprósenta tekjuárið 2003 ákveðin 13,03%, sem er leyfilegt hámark.

3. Umsagnir um lagafrumvörp:
Sveitarstjóra falið að meta hvenær ástæða er til að leggja lagafrumvörp fyrir nefndina til umsagnar.

4. Sævarendabréf:
Ólafur Aðalsteinsson fer þess á leit við hreppsnefndina að hún mæli með umsókn hans um leigu á Sævarenda. Hreppsnefndin samþykkir að veita Ólafi umbeðin meðmæli. Það er álit hreppsnefndar að Ólafur Aðalsteinsson sé fullfær til að viðhalda gögnum og gæðum jarðarinnar Sævarenda í Loðmundarfirði enda hefur hann nú þegar þó nokkra reynslu í umhirðu æðarvarps á Sævarenda. Einnig má benda á að Ólafur hefur áralanga reynslu í eyðingu refa og minka sem grenjaskytta í Borgarfjarðarhreppi

5. Byggðakvóti:
Hreppsnefndin hefur ekkert við það að athuga að byggðakvóti, sem Glettingi var úthlutað verði fluttur yfir á Haförn.

6. Byggingarnefndarfundargerð:
Fundargerð nefndarinnar frá 5. nóv. samþykkt.

7. Héraðsstjórnarfundargerð 12. nóvember lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:40.

Baldur Guðlaugsson
Jóna Björg Sveinsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson ritaði fundargerð

Getum við bætt efni þessarar síðu?