Árið 2002, mánudaginn 16. des. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Til fundar mættu hreppsnefndarmennirnir Helga, Jón Sigmar, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra. Jóna Björg í stað Kristjönu.
Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. skýrði sveitarstjóri frá því að Skipulagsstofnun hefði samþykkt helmingsþátttöku í kostnaði við aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps. Þá greindi hann frá fundi með starfsmönnum Hafnamálastofnunar um bátahöfnina og aðstæður í henni.
2. Byggingarnefndarfundargerð 25. nóv. framlögð og samþykkt.
3. Héraðsstjórnarfundargerð 9. des. tekin til umræðu og smáathugasemda.
4. Byggðakvóti:
Byggðakvóti "hinn nýi" er nú til úthlutunar hjá sjávarútvegsráðherra og rann umsóknarfrestur út í dag. Sveitarstjóri sagði frá umsókn sem hann hafði sent um úthlutun til báta á Borgarfirði til þess að reyna að tryggja að kvótinn komi byggðarlaginu að notum.
5. Sveitarstjórnarnámskeið:
Fyrirhugað námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn verður helgarnar 15.-16. og 22.-23. feb.
6. Bréf Álfasteins:
Álfasteinn hyggst ráða nýjan framkvæmdastjóra til starfa í janúar n.k.
og fer fram á að hreppurinn leggi Álfasteini til leigulausa íbúð fyrir hann í eitt ár.
Samþykkt að verða við þessu erindi með þremur atkvæðum. Tveir sátu hjá.
7. Sorpförgunargjaldskrá:
Samþykkt að lækka nokkuð sorpförgunargjöld skv. þremur hæstu flokkum gjaldskrárinnar.
8. Fasteignagjöld 2003:
A: Lóðagjöld 2% af fasteignamati lóðar.
B: Sorphirðugjald kr 6.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr 3.500. 50 pokar innifaldir í sorphirðugjaldi en aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum.
C: Vatnsskattur: Á íbúðarhúsnæði 0,4% af fasteignamati að hámarki kr 10.000 og að lágmarki kr 5.000. Fjarðarborg kr 10.000, FKS kr 30.000
D: Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati.
E: Fasteignaskattur á íbúðarhús og bújarðir 0,36%
F: Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði 1%
G: Sorpförgunargjald: Óbreytt frá álagningu þessa árs nema FKS kr 50.000
H: Sveitarotþróagjald skv. óbreyttri gjaldskrá.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30
Jón Björg Sveinsdóttir
Jakob Sigurðsson
Helga Erlendsdóttir
Jón S Sigmarsson
Baldur Guðlaugsson
Magnús Þorsteinsson ritaði fundargerð