Fara í efni

Samstarfssamningur um söfnun og skráningu örnefna/Landmælingar Íslands

Málsnúmer 201810131

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 82. fundur - 11.02.2019

Til umræðu og kynningar er verkefni um söfnun á skráningu örnefna á Fljótsdalshéraði.

Málð er í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 83. fundur - 25.02.2019

Fyrir liggja tillögur um áframhaldandi vinnu við skráningu örnefna í sveitarfélaginu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fenginn verði aðili til að aðstoða við skráningu örnefna í afmarkað verkefni. Til verksins verði varið kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 5. fundur - 01.03.2021

Á fundinn undir þessum lið mætti Gyða Vigfúsdóttir, frá Félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði, sem gerði ítarlega grein fyrir stöðu verkefnis um skráningu örnefna á Fljótsdalshéraði.

Gyðu og Félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði eru þökkuð mikilvæg vinna í þessu umfangsmikla verkefni.
Heimastjórn Fljótsalshéraða hvetur til þess að farið verði skipulega í skráningu annarra svæða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?