Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

5. fundur 01. mars 2021 kl. 13:00 - 15:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson Skrifstofustjóri

1.Samstarfssamningur um söfnun og skráningu örnefna/Landmælingar Íslands

Málsnúmer 201810131Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Gyða Vigfúsdóttir, frá Félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði, sem gerði ítarlega grein fyrir stöðu verkefnis um skráningu örnefna á Fljótsdalshéraði.

Gyðu og Félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði eru þökkuð mikilvæg vinna í þessu umfangsmikla verkefni.
Heimastjórn Fljótsalshéraða hvetur til þess að farið verði skipulega í skráningu annarra svæða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun sveitarstjórnar frá 10.2.2021 þar sem fram kemur að sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við það að Umhverfisstofnun geri umsjónarsamning við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um svæðið, en félagið hefur sinnt landvörslu á hluta þess að undanförnu.
Einnig að gerður verði samningur, eins og undanfarin ár, við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um landvörslu í Víkum og í Stórurð, verði friðlýsingu þess svæðis ekki lokið á vordögum.
Þá samþykkti sveitarstjórn að viðkomandi heimastjórnum verði falið að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð og tengiliði við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna framangreindra svæða (heimastjórn Fljótsdalshéraðs vegna Stórurðar og Verndarsvæðis norðan Dyrfjalla þegar það hefur verið stofnað og heimastjórn Borgarfjarðar vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar).

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir starfshóps um Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 201911016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð starfshóps um Úthéraðsverkefni dags.08.12.20. auk áfangaskýrslna, Náttúruvernd og efling byggða, úr verkhlutum l og ll.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hvetur til þess að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum svæðisins um leið og aðstæður leyfa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Hálendishringurinn; ferðamannavegur á Austurlandi

Málsnúmer 202102173Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Hjálmarsdóttur, frá Austurbrú, dagsettur 19.2.2021, þar sem reifaðar eru hugmyndir að bættum ferðamannavegi frá Kárahnjúkastíflu í Jökuldal á Brú.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hvetur byggðaráð til að taka málið upp við Vegagerðina og hagaðila enda mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Austurlandi að bæta aðgegni um svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fellaskóli Hádegishöfði breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202011015Vakta málsnúmer

Auglýsingarferli er lokið. Umsagnir liggja fyrir frá Vegagerðinni, Minjastofnun og Haust. HEF, Rarik og Náttúrustofa Austurlands hafa ekki skilað umsögn. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna en tvær athugasemdir komu fram í umsögn Haust. Fyrir ráðinu liggja drög að svörum við athugasemdunum, tekin saman af skipulagsráðgjöfum.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 17.2.2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með minniháttar breytingum, fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda þau til Haust. Jafnframt samþykkir ráðið fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi við leik- og grunnskóla í Fellabæ, með þeim minniháttar breytingum sem af svörum við athugasemdum leiðir, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir, með minniháttar breytingum, fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda þau til Haust. Jafnframt staðfestir heimastjórn afgreiðslu umhverfis- og framkvæmaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Landbótasjóður 2021

Málsnúmer 202102154Vakta málsnúmer


Fyrir liggur til kynningar ársreikningur Landbótasjóðs Norður Héraðs fyrir 2020 og fundargerð stjórnar frá 27.janúar 2021.

Lagt fram til kynningar.

7.EGS_Miðás 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Miðási 2. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24.2.2021 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Egilsstaðir_Selbrekka_Grenndarkynning_breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202011208Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, breyting 4 er lokið. Ein athugasemd barst frá íbúum í Flataseli 1. Áður hafði sambærileg tillaga verið grenndarkynnt og bárust þá athugasemdir frá íbúum í Flataseli 1 og 2. Fyrir ráðinu liggja drög að svörum við athugasemdum. Umsögn liggur fyrir frá Vegagerðinni sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna.
Málið var áður á dagskrá 8. fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 6.1.2021.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3.2.2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, ásamt því að samþykkja fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, ásamt því að samþykkja fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Hvanná 1 skógrækt

Málsnúmer 202011124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um skógrækt í landi Hvannár I á Jökuldal. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 65 ha þar sem til stendur að rækta lerki, greni, furu og ösp auk þess birkis sem fyrir er á svæðinu. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24.2.2021 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?