Fara í efni

Verkefnastyrkir Seyðisfjarðarkaupstaðar

Málsnúmer 202010459

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 2. fundur - 27.10.2020

Fyrir liggja umsóknir um styrki til íþrótta-, velferðar- og menningarmála á Seyðisfirði fyrir árið 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur starfsfólki á stjórnsýslu og fjármálasviði og fjölskyldusviði að taka fyrirliggjandi styrkumsóknir til umfjöllunar samhliða vinnu við frágang fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 8. fundur - 15.12.2020

Fyrir liggja umsóknir um styrki til íþrótta-, velferðar- og menningarmála á Seyðisfirði fyrir árið 2021 sem vísað var til fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð Múlaþings leggur til að gerðir verði samningar til eins árs við Íþróttafélagið Huginn, knattspyrnudeild Hugins og Golfklúbb Seyðisfjarðar.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?