Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

2. fundur 27. október 2020 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202010468Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fundarmönnum vinnuna við að koma öllum bókhalds- og fjárhagskerfum sveitarfélagsins af stað.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri ræddi fjárhagsstöðuna og spálíkön fyrir næstu ár, eins og þau líta út í dag.
Síðan tók Guðlaugur fjármálastjóri við og fór yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs ásamt þriggja ára áætlun. Einnig kynnti hann ýmsar forsendur sem notaðar eru við gerð áætlunarinnar.
Að því búnu fór Guðlaugur yfir A-hluta fjárhagsáætlunarinnar og sýndi ýmis áhrif sem samdráttur vegna Covid faraldursins mun hafa á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og fyrri áætlanir frá sveitarfélögunum fjórum.
Allar áætlanir B-hlutafyrirtækja liggja ekki fyrir á þessari stundu, en stefnt að því að leggja fram fyrstu drög að heildaráætlun nú í lok vikunnar.

3.Hluthafafundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2020

Málsnúmer 202010545Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð beinir því til framkvæmdastjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella að boða til hluthafafundar í samræmi við bókun stjórnar HEF fimmtudaginn 15. október 2020. Byggðaráð samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra að mæta á hluthafafund í Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. og fara þar með atkvæði sveitarfélagsins.
Jafnframt verði hugað að endurskoðun samþykkta Hitaveitunnar, ef þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundagerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202010464Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundagerðir

Málsnúmer 202010449Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá lögreglustjóranum á Austurlandi þar sem gerð er grein fyrir þeirri tillögu Almannavarnarnefndar að fulltrúi Landsbjargar taki sæti í Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi auk þess að fyrir hvern aðalmann í almannavarnarnefnd verði tilnefndur varamaður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi og tilnefnir fulltrúa sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði sem varamann sveitarstjóra Múlaþings í almannavarnarnefnd. Sveitarstjóra er jafnframt veitt umboð til að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins breyttar samþykktir almannavarnanefndar er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020

Málsnúmer 202010563Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tillögur að breytingum á stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að breytingum á stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 202010556Vakta málsnúmer

Fyrir lá boðun aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga föstudaginn 30. október og verður fundurinn haldinn í fjarfundarformi. Jafnframt er óskað eftir framboðum í nýja stjórn og upplýsingum um fulltrúa er gefa kost á sér fyrir hönd sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur Gauta Jóhannessyni, forseta sveitarstjórnar Múlaþings, að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga er haldinn verðu föstudaginn 30. október 2020 kl. 11:00. Jafnframt er Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings, falið að sitja fundinn. Byggðaráð Múlaþings tilnefnir Gauta Jóhannesson, forseta sveitarstjórnar Múlaþings, til setu í stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202010493Vakta málsnúmer

Fyrir boðun XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem verður haldið með rafrænum hætti föstudaginn 18. desember 2020 kl. 10:00 til 13:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur bæjarritara koma umbeðnum gögnum varðandi kjörna landsþingsfulltrúa Múlaþings til skrifstofu sambandsins innan tilskilins frests auk þess að senda afrit af bréfi sambandsins á umrædda fulltrúa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Aðalfundur stjórnar HAUST 2020

Málsnúmer 202010397Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundarboð á aðalfund HAUST 2020 er haldið verður á Borgarfirði miðvikudaginn 28. október 2020 kl. 13:30, auk tillagna að breytingu á stofnsamningi HAUST er lögð verða fyrir aðalfundinn til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur Stefáni Boga Sveinssyni og Helga Hlyni Ásgrímssyni að sitja aðalfund HAUST 2020 og fara með atkvæði Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fram kom að vegna mistaka við afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar Múlaþings miðvikudaginn 14. október 2020 var kjörinn einn aðalmaður og einn varamaður í stjórn Brunavarna á Héraði fyrir hönd Múlaþings í stað tveggja aðalmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til að Guðlaugur Sæbjörnsson taki sæti sem aðalmaður í stjórn Brunavarna á Héraði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Á öðrum fundi sveitarstjórnar 14.10. sl. var byggðaráði falið að skipa stjórn Endurmenntunarsjóðs sveitarfélagsins.

Samþykkt að fresta kosningu til næsta fundar.

11.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202010543Vakta málsnúmer

Frestað.

12.Námskeið fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 202010560Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti hugmynd að fyrirkomulagi námskeiðs fyrir kjörna fulltrúa er lúta að stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að námskeiðið fari fram með rafrænum hætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að boðið verði upp á námskeið fyrir kjörna fulltrúa Múlaþings 5. nóvember og hvetur kjörna fulltrúa í sveitarstjórn, heimastjórnum og fagráðum til að sitja námskeiðið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Reglur um meðferð á tölvupósti- og netnotkun starfsmanna hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202010557Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að reglum Múlaþings um tölvupóst- og netnotkun starfsfólks.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagða tillögu að reglum um tölvupóst- og netnotkun starfsfólks og felur skrifstofustjóra Múlaþings að koma þeim á.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Mannauðsstefna Múlaþings

Málsnúmer 202010540Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað vegna mannauðsstefnu og starfsmannahandbókar Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela verkefnastjóra mannauðsmála að vinna, ásamt fagfólki á stjórnsýslu og fjármálasviði, drög að mannauðsstefnu sem verði hægt að taka til umfjöllunar í byggðaráði eigi síðar en 1. desember 2020.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Byggðamerki fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202010509Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað unnið af skrifstofustjóra og sveitarstjóra varðandi fyrirkomulag við val á byggðamerki fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að efnt verði til hugmyndasamkeppni um byggðamerki samkvæmt skilmálum reglugerðar og leiðbeininga Hugverkastofu. Auglýsa skal samkeppnina, samkvæmt fyrirliggjandi drögum, í yfirstandandi viku og miða skilafrest við 13. nóvember. Miða skal við að verðlaun verði veitt kr. 500.000 fyrir þá tillögu er verður fyrir valinu. Dómnefnd, skipuð einum fulltrúa frá hverju hinna gömlu sveitarfélaga og einum fagaðila, skal gera tillögu um merkið til sveitarstjórnar. Dómnefnd skal formlega skipuð á fundi byggðaráðs þriðjudaginn 3. nóvember 2020.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

16.Framlög til framboðslista

Málsnúmer 202010533Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og fjármálastjóri gerðu grein fyrir því hvernig að þessum málum hefur verið staðið í sveitarfélögunum og hvaða fjármunir eru til ráðstöfunar innan þessa árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að þeim fjármunum sem til staðar eru vegna framlaga til framboðslista er sæti eiga í sveitarstjórn, verði ráðstafað með þeim hætti sem verið hefur út þetta ár. Gert verði ráð fyrir fjármunum til framboðanna með svipuðum hætti í fjárhagsáætlun 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Ágóðahlutagreiðsla 2020

Málsnúmer 202010501Vakta málsnúmer

Fyrir lá tilkynning frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands (EBÍ) þar sem fram kom að ágóðahlutur Múlaþings fyrir árið 2020 nemur kr. 2.832.900,- sem byggir á 4,047% hlutdeild sveitarfélagsins í Sameignasjóði EBÍ.

18.Erindi frá stjórnum og tenglaráði Knattspyrnudeildar Hattar

Málsnúmer 202010463Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá stjórnum og tengslaráði Knattspyrnudeildar Hattar varðandi aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma á fundi, er aðstæður leyfa, með fulltrúum byggðaráðs og fulltrúum stjórnar Hattar þar sem fyrirliggjandi erindi verður til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

19.Jafnvægisvog FKA - Jafnrétti er ákvörðun!

Málsnúmer 202010481Vakta málsnúmer

Fyrir lá tölvupóstur frá verkefnastjóra Jafnvægisvogar FKA þar sem fram kemur að fyrirhugaðri ráðstefnu og viðurkenningarathöfn, er fara átti fram 14. október sl., hefur verið frestað til 12. nóvember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri og verkefnastjóri mannauðsmála sitji ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

20.Macy´s byggingin við Eiðavatn

Málsnúmer 202010489Vakta málsnúmer

Fyrir lá ábending frá HAUST til landeiganda varðandi byggingu við Eiðavatn er upphaflega var reist sem listaverk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að sjá til þess að upplýsingar varðandi umrætt listaverk og tilurð þess verði komið á framfæri við landeiganda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

21.Verkefnastyrkir Seyðisfjarðarkaupstaðar

Málsnúmer 202010459Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um styrki til íþrótta-, velferðar- og menningarmála á Seyðisfirði fyrir árið 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur starfsfólki á stjórnsýslu og fjármálasviði og fjölskyldusviði að taka fyrirliggjandi styrkumsóknir til umfjöllunar samhliða vinnu við frágang fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

22.Íbúðakjarni á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010458Vakta málsnúmer

Fyrir lágu gögn varðandi byggingu íbúðakjarna á Seyðisfirði sem að hluta til yrði fjármagnaður með stofnframlagi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við framkvæmdaaðila er sýnt hafa málinu áhuga sem og við sveitarfélög er vinna að svipuðum verkefnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma á fundi byggðaráðs með aðilum er sýnt hafa verkefninu áhuga.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

23.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir vinnuhóps og ýmis gögn varðandi verkefnið s.s. samstarfssamningur við ríkissjóð, erindisbréf vinnuhóps og tillaga vinnuhóps að framtíðarrekstraraðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela heimastjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar yfirstjórn verkefnisins og skuli fundargerðir vinnuhópsins fá umfjöllun þar. Áhersla verði á það lögð að verkefnið verði lagað að þeim fjárhagsramma er samningur sveitarfélagsins við ríkissjóð markar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

24.Hamrabakki sala

Málsnúmer 202010550Vakta málsnúmer

Fyrir lá greinargerð varðandi sölu íbúða að Hamrabakka 8 og 12 á Seyðisfirði. Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að starfsfólki hefði verið falið að ganga frá sölu á Hamrabakka 12 þar sem tilboð í eignina var í samræmi við ásett verð. Hvað varðar Hamrabakka 8 hefur aðilum verið gert gangtilboð, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, er tilboðsgjafi hefur tekið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, fyrir hönd sveitarfélagsins, fyrirliggjandi gangtilboð vegna Hamrabakka 8 og felur sveitarstjóra að láta ganga frá málinu sem og að fela fjármálastjóra að kanna hvort til greina komi að flytja áhvílandi veð á aðrar eignir sveitarfélagsins á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

25.Vindorka - vöndum til verka

Málsnúmer 202010558Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Landvernd þar sem fram kemur m.a. að samkvæmt mati Landverndar sé skynsamlegt að sveitarfélög bíði með breytingar á skipulagi fyrir vindorkuver þar til niðurstaða rammaáætlunar liggur fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til upplýsingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

26.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál.

Málsnúmer 202010506Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál,85. mál.

Málsnúmer 202010507Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál.

Málsnúmer 202010534Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál.

Málsnúmer 202010546Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál.

Málsnúmer 202010559Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?