Fara í efni

Fundagerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202010482

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lá fundargerð stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella, dags. 30.11.20.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að staðið verði við fyrirhuguð áform stjórnvalda um framlög til fráveituframkvæmda og einnig er mikilvægt að svör varðandi framlög Orkusjóðs vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Búlandsnesi liggi fyrir sem fyrst. Sveitarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 8. fundur - 12.01.2021

Fyrir lá fundargerð HEF ehf. dags. 16.12.2020.
Til máls tóku. Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn um eigendastefnu HEF og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?