Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Selbrekku, breyting 4.

Málsnúmer 202010498

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Fyrir liggja drög að svörum við athugasemdum sem fram komu við grenndarkynningu. Einnig liggur fyrir breytt tillaga að deiliskipulagi þar sem snúningsplan fyrir strætisvagna er fært inn á skipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum og vísar þeim til heimastjórnar til afgreiðslu. Jafnframt samþykkir ráðið að láta fara fram grenndarkynningu á nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku - efra svæði. Grenndarkynning nái til Selbrekku, Flatasels, Dalsels, Klettasels og Egilssels. Umsagnaraðili er Minjastofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 2. fundur - 02.12.2020

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.11. 2020 var eftirfarandi bókað:
Fyrir liggja drög að svörum við athugasemdum sem fram komu við grenndarkynningu. Einnig liggur fyrir breytt tillaga að deiliskipulagi þar sem snúningsplan fyrir strætisvagna er fært inn á skipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum og vísar þeim til heimastjórnar til afgreiðslu. Jafnframt samþykkir ráðið að láta fara fram grenndarkynningu á nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku - efra svæði. Grenndarkynning nái til Selbrekku, Flatasels, Dalsels, Klettasels og Egilssels. Umsagnaraðili er Minjastofnun.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings samþykkir Heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Selbrekku efra svæði. Kynning nái til þeirra aðila sem gert er ráð fyrir í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir fyrirliggjandi svör við athugasemdum við fyrri kynningu, að teknu tilliti til ábendinga heimastjórnar og felur skipulagsfulltrúa að senda viðkomandi aðilum svörin.
Starfsmanni falið að koma ábendingum heimastjórnar til skipulagsfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?