Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

5. fundur 25. nóvember 2020 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrá fundarins og verða þeir nr. 1 og 10 á dagskránni.

ÁHB yfirgaf fundinn kl. 11:30 eftir að umfjöllun um lið nr. 14 lauk.

1.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Byggðaráð vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdaráð og fól ráðinu að fylgja verkefninu eftir. Fundargerð byggingarnefndar lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með hliðsjón af nýlega afstöðnum sveitarstjórnarkosningum og í ljósi þess að hönnunarvinna er komin á lokastig og framundan eru nýir verkþættir, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að skipa að nýju í byggingarnefnd leikskólans Hádegishöfða.

Ráðið felur formanni og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að yfirfara og, ef þörf krefur, leggja til breytingar á erindisbréfi byggingarnefndar og leggja það fyrir næsta fund ráðsins til staðfestingar um leið og kjörið verður í byggingarnefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Reglur um lagnir

Málsnúmer 202011074Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að reglum um lagnir í þéttbýli í Múlaþingi. Málinu var frestað á síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um lagnir í þéttbýli og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Miðás 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við verkstæði Bílaverkstæðis Austurlands.

Málið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins þann 18.11.2020 en er tekið fyrir á ný í kjölfar ábendingar um málsmeðferð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu og heimilar að kynningartími verði styttur með því að afla samþykkis þeirra sem grenndarkynnt er fyrir. Grenndarkynning nái til Miðáss 4. Skipulagsfulltrúa er falið að afla samþykkis samkvæmt framangreindu. Liggi samþykki fyrir felur umhverfis- og framkvæmdaráð skipulagsfulltrúa að leggja málið fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa, Miðvangur 13

Málsnúmer 202010584Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fyrirspurn um staðsetningu skilta við þjóðveg, utan lóðar, sem tengjast starfsemi í Miðvangi 13. Málinu var frestað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 4. nóvember sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggst gegn uppsetningu skilta á þeim stöðum sem fyrirspurnin tilgreinir. Stefna sveitarfélagsins er að skilti utan lóðamarka við götur í þéttbýli einskorðist við skiltastanda með samræmdu útliti sem vísa leiðina að þjónustu sem ekki er staðsett við viðkomandi götu, sbr. skiltastanda við Fagradalsbraut á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Kaupfélagslóð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010410Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir og heimilar stofnunin fyrirhugaða framkvæmd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og vísar málinu til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Egilssel 17 beiðni um stækkun á lóð

Málsnúmer 202010474Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu er lokið án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og vísar málinu til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bláargerði 24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010295Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Umsögn frá HEF liggur fyrir þar sem krafa er um að núverandi heimæðastútar á lóðamörkum verði nýtanlegir og heimæðum verði deilt á íbúðir, eftir atvikum við lóðamörk eða við húsvegg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir varðandi lagnir veitufyrirtækja og vísar málinu til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Breyting á deiliskipulagi Selbrekku, breyting 4.

Málsnúmer 202010498Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að svörum við athugasemdum sem fram komu við grenndarkynningu. Einnig liggur fyrir breytt tillaga að deiliskipulagi þar sem snúningsplan fyrir strætisvagna er fært inn á skipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum og vísar þeim til heimastjórnar til afgreiðslu. Jafnframt samþykkir ráðið að láta fara fram grenndarkynningu á nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku - efra svæði. Grenndarkynning nái til Selbrekku, Flatasels, Dalsels, Klettasels og Egilssels. Umsagnaraðili er Minjastofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Deiliskipulag grunnskóla og leikskóla við Einhleyping, Fellabæ

Málsnúmer 202011015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breyttu deiliskipulagi grunnskóla og leikskóla við Einhleyping, Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og samþykkir jafnframt að óska eftir því við heimastjórn að tillagan verði auglýst og kynnt í samræmi við viðeigandi ákvæði Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Djúpivogur - Innri Gleðivík - uppbygging á athafnasvæði við Háukletta - tillaga að deiliskipulagi

Málsnúmer 202010569Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi í Innri-Gleðivík, dagsett 28. ágúst með síðari breytingum. Tillagan var kynnt og vísað til 40. gr. Skipulagslaga, en jafnframt tiltekið að allar meginforsendur tillögunnar liggi fyrir í aðalskipulagi. Athugasemdafrestur var frá 18. september til 2. október. Ein athugasemd barst, frá Þór Vigfússyni og er hún lögð fram ásamt tillögunni. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á tillögunni með hliðsjón af athugasemdum og í samráði við framkvæmdaraðila.

Í umfjöllun umhverfis- og framkvæmdaráðs um tillöguna var samhljómur um að ný aðkoma að svæðinu yrði frá þjóðvegi norðan Djúpavogs (um Háaura) og að gera beri ráð fyrir henni þegar svæðið verður deiliskipulagt í heild.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og samþykkir jafnframt að óska eftir því við heimastjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við viðeigandi ákvæði Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Djúpavogur - Deiliskipulag Stekkamýri í Hamarsfirði

Málsnúmer 202011145Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur deiliskipulagstillaga fyrir Stekkamýri í Hamarsfirði.

ÁHB vék sæti við afgreiðslu málsins vegna tengsla við framkvæmdaraðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og samþykkir jafnframt að óska eftir því við heimastjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við viðeigandi ákvæði Skipulagslaga. Auk þess verði tillagan kynnt með hefðbundnum hætti á Djúpavogi og á heimasíðu Múlaþings.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu, einn (ÁHB) var fjarverandi.

12.Ormarsstaðir 1, landskipti

Málsnúmer 202011050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Ormarsstaða á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og vísar henni til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Ósk um stækkun skógræktarsvæðis Skógræktarfélags Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202011051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Skógræktarfélagi Seyðisfjarðar um að fá til afnota stærra svæði í eigu sveitarfélagsins til að planta skógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar byggðaráðs, þar sem um er að ræða ráðstöfun á landi í eigu sveitarfélagsins, og heimastjórnar Seyðisfjarðar, með vísan til mögulegra áhrifa á ásýnd og fjallskil, svo eitthvað sé nefnt.

Samþykkt sanhljóða með handauppréttingu.

14.Fiskeldi Austfjarða 10.000 t Laxeldi í Seyðisfirði - Frummatsskýrsla

Málsnúmer 202011108Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frummatsskýrsla vegna 10.000 tonna laxeldis í Seyðisfirði, ásamt viðaukum. Þá liggur fyrir umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um framangreinda skýrslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta taka saman drög að umsögn sem lögð verði fyrir næsta fund ráðsins til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsagnarbeiðni um breytingu á skipulagslögum (uppbygging innviða og íbúðahúsnæðis), 275 mál

Málsnúmer 202011125Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202010419Vakta málsnúmer

Erindisbréf umhverfis- og framkvæmdaráðs lagt fram til kynningar.

17.Ályktanir aðalfundar NAUST 2020

Málsnúmer 202010497Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Strandverðir Íslands - kynning á verkefni

Málsnúmer 202011115Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Veraldarvinum varðandi verkefnið Strandverðir Íslands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að afla frekari upplýsinga um verkefnið og leggja þær fyrir heimastjórnir.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu, einn (ÁHB) var fjarverandi.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?