Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

2. fundur 02. desember 2020 kl. 13:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Sigurður Jónsson, skipulagsfulltrúi, mætti á fundinn í upphafi og svaraði fyrirspurnum um mál nr. 3, 5, 7, 8, 10, 11, 12, 13 og 14.

1.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202010419Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar erindisbréf heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Fyrir liggur bréf frá Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings, dagsett 27. nóvember 2020, þar sem upplýst er að sveitarstjóri hefur ákveðið að ganga frá ráðningu Óðins Gunnars Óðinssonar í hlutastarf fulltrúa sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði. Auk þess að starfa með heimastjórn sinnir Óðinn Gunnar starfi skrifstofustjóra Múlaþings og staðgengils sveitarstjóra. Óðinn Gunnar hefur þegar hafið störf.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs vekur athygli á því að vilji fólk koma málum á framfæri við hana að þá getur það haft samband við fulltrúa stjórnarinnar eða sent erindi á mulathing@mulathing.is

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2021 til 2024.
Á fundinn undir þessum lið mætti Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sem kynnti áætlunina og svaraði fyrirspurnum.

3.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 202010567Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar.

Auglýsingu skipulagstillögu er lokið. Frestur til að skila athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar var til 23. október 2020. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands en engar athugasemdir bárust.
Fyrir fundinum liggja drög að svörum við fram komnum athugasemdum. Eftirfarandi athugasemdir liggja fyrir: 1. Áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar, dags. 12. júlí 2018. 2. Samgöngustofa, dags. 10. júlí 2018. 3. Minjastofnun Íslands, dags. 23. júlí 2018. 4. Vegagerðin, dags. 20. júlí 2018. 5. Eigendur og ábúendur á Egilsstöðum 1, ódagsett, mótt. 11. júlí 2018 og ódagsett, lagt fram á fundi 10. desember 2018.

Málið var tekið fyrir í umhverfis- og framkvæmdaráði 18.11. 2020 og þá bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum við tillöguna. Jafnframt samþykkir ráðið fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi og vísar henni, ásamt svörunum, til heimastjórnar til afgreiðslu.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings staðfestir heimastjórn Fljótsdalshéraðs fyrirliggjandi svör við athugasemdum við tillöguna. Einnig samþykkir heimastjórnin fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar og felur skipulagsfulltrúa að leita heimildar Skipulagsstofnunar að auglýsa tillöguna í B-deild stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ályktanir aðalfundar NAUST 2020

Málsnúmer 202010497Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ályktanir frá aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Austurlands haldinn 3. október 2020.

Lagt fram til kynningar.

5.Miðás 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Bílaverkstæði Austurlands um leyfi fyrir viðbyggingu. Jafnframt er lagt fram undirritað samþykki nágranna.

Málið er áfram í vinnslu á umhverfis- og framkvæmdasviði.

6.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar, Hof 1 og 2

Málsnúmer 202010417Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanningum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Rannveigu Heiðarsóttur Hofi 1 og 2, um rekstrarleyfi samkvæmt lögum nr.85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Málinu frestað þar sem ekki hafa borist umsagnir frá öllum aðilum.

7.Unalækur A-13 stofnun lóðar

Málsnúmer 202011036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um landskipti, þ.e. um skráningu tveggja landeigna á lóðum nr. A13 og A15 í landi Unalækjar. Beiðnin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 18.11. 2020 og var þá bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og vísar því til heimastjórnar til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir fyrirliggjandi afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá skráningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Nýjar iðnaðarlóðir á Egilsstöðum og Fellabæ

Málsnúmer 202011066Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 18.11. 2020 var samþykkt að óska eftir því við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að gert verði deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði á hluta af landi Ekkjufellssels, norðaustan hringvegar, sem sveitarfélagið hefur forræði yfir samkvæmt leigusamningi.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings samþykkir Heimastjórn Fljótsdalshéraðs að gert verði deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði á hluta af landi Ekkjufellssels, norðaustan hringvegar og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 15. janúar 2021.
Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 4.11. 2020.

Málið er áfram í vinnslu.

10.Egilssel 17 beiðni um stækkun á lóð

Málsnúmer 202010474Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um stækkun á lóð á Egilsseli 17. Grenndarkynningu er lokið án athugasemda.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.11. 2020 var eftirfarandi bókun gerð:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og vísar málinu til heimastjórnar til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi beiðni um stækkun lóðar á Egilsseli 17 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Bláargerði 24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010295Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um sameiningu tveggja einbýlishúsa lóða við Bláargerði 24 og 26 auk áforma og byggingarumsóknar um 4 íbúða raðhús.

Grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Umsögn frá HEF liggur fyrir þar sem krafa er um að núverandi heimæðastútar á lóðamörkum verði nýtanlegir og heimæðum verði deilt á íbúðir, eftir atvikum við lóðamörk eða við húsvegg.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.11. 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir varðandi lagnir veitufyrirtækja og vísar málinu til heimastjórnar til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir varðandi lagnir veitufyrirtækja. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Breyting á deiliskipulagi Selbrekku, breyting 4.

Málsnúmer 202010498Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.11. 2020 var eftirfarandi bókað:
Fyrir liggja drög að svörum við athugasemdum sem fram komu við grenndarkynningu. Einnig liggur fyrir breytt tillaga að deiliskipulagi þar sem snúningsplan fyrir strætisvagna er fært inn á skipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum og vísar þeim til heimastjórnar til afgreiðslu. Jafnframt samþykkir ráðið að láta fara fram grenndarkynningu á nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku - efra svæði. Grenndarkynning nái til Selbrekku, Flatasels, Dalsels, Klettasels og Egilssels. Umsagnaraðili er Minjastofnun.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings samþykkir Heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Selbrekku efra svæði. Kynning nái til þeirra aðila sem gert er ráð fyrir í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir fyrirliggjandi svör við athugasemdum við fyrri kynningu, að teknu tilliti til ábendinga heimastjórnar og felur skipulagsfulltrúa að senda viðkomandi aðilum svörin.
Starfsmanni falið að koma ábendingum heimastjórnar til skipulagsfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Fellaskóli Hádegishöfði breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202011015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breyttu deiliskipulagi grunnskóla og leikskóla við Einhleyping, Fellabæ.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.11. 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og samþykkir jafnframt að óska eftir því við heimastjórn að tillagan verði auglýst og kynnt í samræmi við viðeigandi ákvæði Skipulagslaga.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa og kynna tillöguna í samræmi við ákvæði Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Ormarsstaðir 1, landskipti

Málsnúmer 202011050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Ormarsstaða á Fljótsdalshéraði.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.11. 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og vísar henni til heimastjórnar til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá skráningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Strandverðir Íslands - kynning á verkefni

Málsnúmer 202011115Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Veraldarvinum varðandi verkefnið Strandverðir Íslands.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.11. 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að afla frekari upplýsinga um verkefnið og leggja þær fyrir heimastjórnir.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur vel í erindið og óskar eftir að verkefnastjóra umhverfismála verði falin umsjón málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?