Fara í efni

Mannauðsstefna Múlaþings

Málsnúmer 202010540

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 2. fundur - 27.10.2020

Fyrir lá minnisblað vegna mannauðsstefnu og starfsmannahandbókar Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela verkefnastjóra mannauðsmála að vinna, ásamt fagfólki á stjórnsýslu og fjármálasviði, drög að mannauðsstefnu sem verði hægt að taka til umfjöllunar í byggðaráði eigi síðar en 1. desember 2020.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 4. fundur - 09.12.2020

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra mannauðsmála um starfs-og kjaranefnd Múlaþings.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti málið og fyrirliggjandi tillögu og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings lýsir yfir ánægju með það metnaðarfulla starf sem unnið er að varðandi mótun mannauðsstefnu og gerð handbókar fyrir starfsfólk og stjórnendur sveitarfélagsins og felur byggðaráði Múlaþings endanlega afgreiðslu þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 9. fundur - 19.01.2021

Fyrir lágu upplýsingar frá rýnihóp um stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 10. fundur - 26.01.2021

Fyrir lá tillaga að mannauðsstefnu Múlaþings er byggir á þremur meginmarkmiðum:

.
Hamingja og virðing
.
Þekking, færni og fjölbreytileiki
.
Framsækni og traust

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagða tillögu að mannauðsstefnu Múlaþings og þakkar stýrihóp er unnið hefur að mótun stefnunnar fyrir vel unnin störf. Jafnframt er lögð áhersla á að áfram verði unnið að þeim verkefnum er fyrir liggja.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?