Fara í efni

Hamrabakki sala

Málsnúmer 202010550

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 2. fundur - 27.10.2020

Fyrir lá greinargerð varðandi sölu íbúða að Hamrabakka 8 og 12 á Seyðisfirði. Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að starfsfólki hefði verið falið að ganga frá sölu á Hamrabakka 12 þar sem tilboð í eignina var í samræmi við ásett verð. Hvað varðar Hamrabakka 8 hefur aðilum verið gert gangtilboð, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, er tilboðsgjafi hefur tekið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, fyrir hönd sveitarfélagsins, fyrirliggjandi gangtilboð vegna Hamrabakka 8 og felur sveitarstjóra að láta ganga frá málinu sem og að fela fjármálastjóra að kanna hvort til greina komi að flytja áhvílandi veð á aðrar eignir sveitarfélagsins á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?