Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps stækkun íbúðasvæðis á Bökkum

Málsnúmer 202010561

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 2. fundur - 28.10.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, dagsett 7. júlí 2020, með síðari breytingum. Tillagan var auglýst. Frestur til að skila athugasemdum við auglýsta tillögu var til 23. október. Engar athugasemdir bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi aðalskipulagstillögu og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 3. fundur - 11.11.2020

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, dagsett 7. júlí 2020, með síðari breytingum. Tillagan var auglýst. Frestur til að skila athugasemdum við auglýsta tillögu var til 23. október. Engar athugasemdir bárust.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs staðfestir sveitarstjórn tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að setja málið í lögformlegan feril.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?